Erlent

Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi

Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun.

Fórnarlömbin voru þrír karlar og þrjár konur, ein þeirra var eiginkona mannsins sem fann líkin. Hún vann á veitingastaðnum og hafði maður hennar ætlað að sækja hana í vinnuna í gærkvöldi. Fólkið, sem var allt af asískum uppruna, var bundið á höndum og fótum og það síðan skotið í höfuðið af stuttu færi. Maður, sem fannst á lífi á veitingastaðnum, var fluttur helsærður á sjúkrahús og verður hann yfirheyrður um leið og hann kemst til meðvitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×