Erlent

Krókódíll í lauginni

Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim. Skrímslið svamlaði þar dágóða stund en loks tókst hugrökkum vörðum að koma á það böndum og flytja það til heimkynna sinna. Ekki hefur fundist skýring á því hvernig krókódílnum tókst að skríða í laugina enda er fólki sjálfsagt ofar í huga léttir yfir að enginn lenti í skoltinum á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×