Innlent

Stúlka á 136 km hraða

Sautján ára stúlka var tekin á 136 km hraða í Ártúnsbrekku um níuleytið í gærkvöldi. Hún má búast við ökuleyfissviptingu í einn mánuð og sekt upp á 75 þúsund krónur, en bílprófið fékk hún síðastliðið haust.

Það telst til undantekninga að stúlkur séu teknar fyrir ofsaakstur en í síðustu viku var önnur 17 ára stúlka tekin á 130 km hraða á sama stað.

Þrjátíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn af þeim voru 23 karlmenn. Flestir voru á þrítugsaldri, en tæplega þriðjungur þeirra var á yfir 100 km hraða.

Þá var 17 ára piltur stöðvaður í Arnarbakka í gærkvöldi á 73 ára hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km, og annar á svipuðu reki tekinn á 105 km á Fiskislóð þar sem hámarkshraði er 50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×