Gott hjá Valgerði Ögmundur Jónasson skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar