Erlent

Ísraelar vilja frið áður en George Bush hættir

Óli Tynes skrifar
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels vonast til þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn áður en George Bush forseti lætur af völdum.

Ísraelskur embættismaður segir að Olmert leggi áherslu á þessa tímasetningu vegna þess að ómögulegt sé að vita hversu mikla áherslu næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna leggi á friðarferlið í Miðausturlöndum.

Olmert vill notfæra sér að Bush stjórnin styður það að Ísraelar fái að halda stórum landnemabyggðum á Vesturbakkanum.

Ísraelska forsætisráðherranum finnst einnig að hann geti samið við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, sem hann telur bæði raunsæjan og hófsaman.

George Bush yfirgefur Hvíta húsið í Janúar árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×