Maldini hættir í lok tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 20:00 Maldini með bikarinn á lofti í dag. Nordic Photos / Getty Images Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik. Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira