Viðskipti innlent

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni

Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, en félagið var eitt af tveimur sem hækkaði í Kauphöllinni í dag.
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, en félagið var eitt af tveimur sem hækkaði í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 1,11 prósent en Landabankans um 0,23 prósent.

Þetta er í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Hlutabréf hafa haldið áfram að lækka í Bandaríkjunum í dag, annan daginn í röð, eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði samdrátt á fasteignamarkaði bíta enn í efnhagslífið.

Þá skýrir 30 prósenta fall á gengi bréfa í sænska farsímafyrirtækinu Ericson lækkun á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum að miklu leyti.

Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent í dag og stendur hún í 8.447 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×