Erlent

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti 50 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Nouri al-Maliki, forsætisráððherra landsins, sagði skömmu fyrir mannskæða sprengingu um miðjan dag í gær að ofbeldisverkum hefði fækkað í höfuðborginni, Bagdad, síðan ný herferð Bandaríkjahers gegn andspyrnumönnum hófst fyrir rúmri viku.

Forsætisráðherrann sagði það almennum Írökum að þakka sem væru nú viljugri að veita upplýsingar sem leiddu til handtöku ódæðismanna. Nokkrum klukkustundum eftir ræðu al-Malikis týndu 40 manns lífi og 60 særðust þegar bílsprengja sprakk í grennd við mosku Súnnía vestur af Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×