Handbolti

Þjálfari Grosswallstadt: Alexender vann leikinn fyrir okkur

Alexander Petersson hefur verið aðalmaðurinn hjá Grosswallstadt í síðustu leikjum liðsins.
Alexander Petersson hefur verið aðalmaðurinn hjá Grosswallstadt í síðustu leikjum liðsins. MYND/Getty

Michael Roth, þjálfari Grosswallstadt, hélt ekki vatni yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Alexander Petersson eftir leik liðsins gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander skoraði 16 mörk úr 18 skottilraunum þriggja marka sigri Grosswallstadt, 33-30.

"Alex vann leikinn fyrir okkur. Hann var á heimsmælikvarða í kvöld," sagði Roth. Alexander skoraði aðeins þrjú marka sinna úr vítaköstum en hin úr öllum regnbogans litum, þó sýnu flest úr hraðaupphlaupum. Þórir Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Lübbecke og Birkir Ívar Guðmundsson varði 14 skot í marki liðsins.

Grosswallstadt er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en Lübbecke er með 8 stig og í bullandi fallhættu. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×