Innlent

Segja þúsundir eiga mikið undir álveri í Straumsvík

Hagur Hafnarfjarðar krefja stjórnmálamenn í Hafnarfirði um afstöðu.
Hagur Hafnarfjarðar krefja stjórnmálamenn í Hafnarfirði um afstöðu.

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar sem berjast fyrir stækkun álvers í Straumsvík voru kynnt í dag en þau telja að einhliða og villandi áróður hafi verið rekinn gegn álversstækkun. Talsmaður samtakanna krefst þess að stjórnmálamenn í Hafnarfirði gefi upp afstöðu sína til málsins og bendir á að þúsundir Hafnfirðinga sæki lifibrauð sitt með beinum eða óbeinum hætti til álversins.

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar berjast fyrir því að íbúar í bænum kjósi með stækkun álvers í Straumsvík í lok mars. Að stofnun samtakana standa fyrirætki og einstaklingar sem eiga í viðskiptum við álverið - en Alcan á þar hvergi beinan hlut að máli, að sögn forsvarsmanna.

Þeim finnst umræðan um stækkun Álversins hafa verið of einhliða og ekki tekið tillit til sjónarmiða þeirra sem eiga sitt lifibrauð undir Álverinu. Bærinn fær 5-7% beinna tekna sinna frá álverinu og telja samtökin að ef óbeinar tekjur eru talda með sé þetta hlutfall mun hærra. Hagur Hafnarfjarðar krefst þess að bæjarstjórnarmenn í Hafnarfirði gefi afdráttarlaust upp afstöðu sína til stækkunar.

Talsmaður Hags Hafnarfjarðar telur víst að álverinu verði lokað eftir sjö ár ef ekki komi til stækkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×