Varar við því að draga einfaldar ályktanir af PISA-könnun 5. desember 2007 11:21 MYND/GVA Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira