Handtekinn eftir heimkomu Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 12:26 Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum. Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum.
Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira