Innlent

Lögregla lýsir eftir ökufanti

Ökumaðurinn sýndi fingurinn með barn sér við hlið.
Ökumaðurinn sýndi fingurinn með barn sér við hlið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni Subaru-bifreiðar sem var staðinn að hraðakstri á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar þriðjudaginn 27. nóvember síðastliðinn.

Bíllinn mældist á 83 km hraða en leyfður hámarkshraði er 60. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er ökumaðurinn búinn að hylja skráningarnúmerið og þá ber atferli ökumannsins með sér einbeittan brotavilja, að sögn lögreglu. Barn sat auk þess í sætinu við hliðina á ökumanninum og ekki ber á öðru en að maðurinn hafi sýnt myndavélinni puttan um leið og smellt var af.

„Framkoma sem þessi er ámælisverð og þá er ökumaðurinn jafnframt mjög slæm fyrirmynd fyrir unga farþegann á barnsaldri sem situr við hlið hans," segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×