Skerðing vegna tekna maka afnumin Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2007 18:35 Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin grípur til nú eru sagðar í samræmi við niðurstöðu nefndar á vegum félagsmálaráðherra og í samvinnu við fulltrúa aldraðra og öryrkja. Frá og með 1. apríl á næsta ári hætta tryggingabætur fólks á aldrinum 67 til 70 ára og öryrkja að skerðast vegna tekna maka. Þá verður gripið til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta, sem valdið hefur mörgum bótaþegum hugarangri. Forsætisráðherra segir þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að uppfylla það sem ríkisstjórnin einsetti sér í stefnuyfirlýsingu sinni. Ekki væri hægt að gera allt strax en haldið yrði áfram út kjörtímabilið við að bæta hag þessara hópa. Að auki verða vasapeningar vistmanna stofnanna hækkaðir um 36 prósent og tryggt verður að elli - og örorkulífeyrisþegar fái a.m.k. 25 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin boðar líka að skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreigasparnaðar verði afnuminn frá 1. janúrar 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að með þessum aðgerðum sé stigið mikilvægt skref í að bæta hag aldraðra og öryrkja og mikilvægt að ná þessum áfanga fram við afgreiðslu fjárlaga nú. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 2,7 milljarða á næsta ári en samanlagt munu aðgerðir hennar vegna þessara hópa kosta um fimm milljarða á ári þar á eftir. Félagsmálaráðherra gerir síðan ráð fyrir að heildarendurskoðun almannatryggingalaga ljúki fyrir lok næsta árs.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira