Innlent

Hvað gerir kjörseðil ógildan

Sigríður Guðlaugdóttir skrifar
Sýnishorn af Kjörseðli
Sýnishorn af Kjörseðli

Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur.

Þá er hægt að hafa áhrif á röðun listans sem kosinn er. Raunhæfur möguleiki á að hafa áhrif með því, er einungis ef 10 til 15 prósent stuðningsmanna flokksins breyta röðuninni. Hægt er að breyta röðinni með því að skrifa tölustafi fyrir framan frambjóðendur.

Hér má sjá myndbrot þar sem Gestur Jónsson formaður Landskjörstjórnar útskýrði þetta fyrir Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×