Kristallinn hljómar 14. apríl 2007 10:30 Hlýtt á Brahms og Mozart Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Listasafni Íslands í dag. MYND/Rósa Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Flytjendurnir koma úr röðum færustu tónlistarmanna landsins og er mikill fengur af þessu framtaki Sinfóníunnar. Gerður hefur verið góður rómur að kammertónleikaröðinni en tónlistin þykir njóta sín vel í fallegu umhverfi Listasafnsins við Fríkirkjuveg. Snillingar þessir, sem allir koma úr röðum færustu hljóðfæraleikara landsins, flytja á tónleikunum undurfagran kvartett í Es-dúr eftir Mozart og Píanókvartett í c-moll op. 60 eftir Johannes Brahms sem er hárómantískt verk enda samið á miklum átakatímum í lífi tónskáldsins. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er miðasala við innganginn. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Flytjendurnir koma úr röðum færustu tónlistarmanna landsins og er mikill fengur af þessu framtaki Sinfóníunnar. Gerður hefur verið góður rómur að kammertónleikaröðinni en tónlistin þykir njóta sín vel í fallegu umhverfi Listasafnsins við Fríkirkjuveg. Snillingar þessir, sem allir koma úr röðum færustu hljóðfæraleikara landsins, flytja á tónleikunum undurfagran kvartett í Es-dúr eftir Mozart og Píanókvartett í c-moll op. 60 eftir Johannes Brahms sem er hárómantískt verk enda samið á miklum átakatímum í lífi tónskáldsins. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er miðasala við innganginn.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira