Erlent

Slökkt á sónar til verndar hvölum

Dýraverndunarsinnar óttast að sónar hafi slæmáhrif á sjávarspendýr.
Dýraverndunarsinnar óttast að sónar hafi slæmáhrif á sjávarspendýr. MYND/AP

Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009.

Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. Sögðu þeir að hljóðmengunin frá sónarnum gerðu það að verkum að hvalir yrðu áttavilltir og syntu á land.

Talsmaður sjóhersins sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað þar sem að bannið stofnaði öryggi landsins í hættu.

Lögsóknin var gerð af hópi dýraverndunarsinna sem leiddir eru af The Natural Resources Defense Council (NRDC). Joel Reynolds lögmaður NRDC sagði að dómsúrskurðurinn staðfesti að sjóherinn geti og verði að gæta þess að skaða ekki sjávarlífið við strendur suður Kaliforníu.

Í tilkynningu frá sjóhernum kom fram að herinn hefði nú þegar gert ráðstafanir til þess að draga úr skaða á sjávarspendýrum. Þar var einnig sagt að herinn hefði fylgst með sjónum við strendur Kaliforníu í fjörtíu ár og hefði aldrei orðið vitni af því að hvalir hefðu orðið fyrir skaða af sónarnum.

Fréttavefur BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×