Ný hlébarðategund

Erfðavísindamenn hafa úrskurðað að hlébarðar sem finnast á eyjunum Súmötru og Borneó séu sérstök tegund. Þar til nú hafa hlébarðarnir verið taldir til annarar tegundar sem heldur til á meginlandi Suðaustur-Asíu. Nú segja vísindamenn að leiðir þessara tveggja tegunda hafi skilist fyrir meira en milljón árum síðan og hafi síðan þróast aðskilið. Hlébarðarnir eru stærstu rándýrin á Borneó og geta orðið álíka stórir og smávaxin pardusdýr. Það sem fyrst gaf vísbendingu um að sennilega væri um aðskildar tegundir að ræða var að munstrið á feldi þeirra er töluvert ólíkt því sem klæðir frændur þeirra á meginlandinu.