Innlent

Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri

MYND/Getty Images

Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent.

Með breytingunum var kerfið einfaldað og er nú sjö prósenta virðisaukaskattur á veitingum, að áfengi undanskildu.

Áhrifin ættu því að vera meiri en meðaltal Hagstofunnar gerir ráð fyrir.

Nánari upplýsingar er að finna í vefriti fjármálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×