Innlent

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði auðlindatillögu ríkisstjórnarinnar sjónarspil.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði auðlindatillögu ríkisstjórnarinnar sjónarspil. MYND/Vísir
Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingar Græns framboðs, sagði að stjórnarandstaðan hefði verið tilbúin til þess að lengja þingið ef þurft hefði. Hann sagði ríkisstjórnina þurfa að horfast í augu við eigin uppgjöf í þessu máli og að ekki væri hægt að kenna stjórnarandstöðunni um lyktir málsins.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins svaraði því að stjórnarandstaðan hefði gengið á bak orða sinna og svikið öll sín orð og ummæli. Tilboðið sem hún hefði gert hefði hún dregið til baka þegar á hólminn var komið og því væri eðlilegt að tillagan hefði farið aftur í stjórnarskrárnefnd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×