Erlent

Ráku flóttamenn í sjóinn

Bátar flóttamanna eru oftast hálfgerð skrifli.
Bátar flóttamanna eru oftast hálfgerð skrifli.

Að minnsta kosti tuttugu og níu fórust og sjötíu og eins er saknað eftir að smyglarar vopnaðir hnífum ráku um 450 flóttamen frá Sómalíu og Eþíópíu frá borði í vonskuveðri undan strönd Yemens. Flóttamannahjálp sameinuðu þjóðanna kann enga skýringu á þessu ódæðisverki, nema að smyglararnir hafi verið hræddir við af ofhlaðið skipið sykki í óveðrinu.

Mikið er um smygl á fólki frá Afríku, sem vill reyna að komast til Evrópu í von um betra líf. Oftast eru þessar ferðir stórhættulegar, því farkostirnir eru oftar en ekki mestu skrifli.

Talið er að þúsundir flóttamanna hafi þegar farist vegna þessa, og eins sjá má af framansögðu er það ekki gæfulegt lið sem tekur að sér að smygla fólki á milli landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×