Erlent

Vill veita Kosovo sjálfstæði

Frá Kosovo.
Frá Kosovo.

Sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo hefur lagt til að héraðið fái sjálfstæði frá Serbíu en verði fyrst í stað undir alþjóðlegu eftirliti. Finninn Martti Ahtisari segir að það sé eina leiðin til þess að ró komist á í Kosovo og að héraðið verði burðugt fnahagslega. Serbar hafa mótmælt þessu harðlega. Þeir líta á Kosovo sem vöggu þjóðmenningar sinnar og segja að það væri brot á alþjóðalögum að veita héraðinu sjálfstæði.

Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna síðan árið 1999 þegar NATO neyddi serba, með loftárásum, til að kalla hersveitir sínar þaðan. Níutíu prósent íbúa héraðsins eru Albanar, en þar búa einnig um 100 þúsund Serbar. Samkvæmt tillögum Ahtisaris fengju Albanar sjálfstæði, en Serbar réðu sínum málum að mestu sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×