Erlent

Fjöldamótmæli í Pakistan

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. MYND/AFP
Stjórnarandstæðingar í Pakistan mótmæltu í þúsundatali í víða um landið í dag og kröfðust afsagnar Pervez Musharraf, forseta landsins. Mótmælin voru friðsamleg en voru fámennari en skipuleggjendur höfðu vonast til.

Fólkið mótmælti því að Musharraf hafi rekið hæstaréttardómara úr embætti en dómarinn var álitinn lýðræðissinnaður. Gagnrýnendur segja að með brottrekstrinum hafi Musharraf ætlað sér að tryggja að herinn héldi völdum enn um sinn.

Mótmælin voru þó líka gegn vesturlöndum og slagorð eins og „Vinir Bandaríkjanna svíkja þjóðina!" Hundruð óeirðalögreglumanna fylgdust með mótmælunum ef sjóða skyldi upp úr. Stjórnarandstöðuflokkar tóku líka þátt í mótmælunum og kröfðust þess að haldnar yrðu forsetakosningar á næstunni.

Stjórnvöld í Pakistan hafa ekki sagt hvers vegna hæstaréttardómarinn var rekinn. Þau halda því líka fram að fólkið í landinu muni brátt átta sig á því að farið hafi verið að öllum reglum og lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×