Allen gerir Barcelona að Manhattan 5. júlí 2007 02:30 Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu. Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu.
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira