Allen gerir Barcelona að Manhattan 5. júlí 2007 02:30 Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira