Innlent

Innritun í framhaldsskóla á netinu

Skólavefur Menntamálaráðuneytisins.
Skólavefur Menntamálaráðuneytisins.

Opnað verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna.

verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna.

Rafræna innritunin mun auðvelda yfirsýn yfir eftirspurn nemenda eftir skólum og námsbrautum og því verður auðveldara að bregðast við óskum nemenda.

Nemendum í 10. bekk verður sendur veflykill sem veitir þeim persónulegan aðgang að innritunarkerfinu. Forráðamenn þeirra fá einnig upplýsingar um innritunina. Þeir umsækjendur sem luku grunnskólanámi á síðasta ári eða fyrr þurfa að sækja veflykil á menntagatt.is. Nemendur frá útlöndum er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hyggjast sækja um hjá.

Innritun í nám í kvöldskóla, fjarnám og annað en dagskóla verður með hefðbundnum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×