Erlent

Hræddur við konu í rauðum kjól

Óli Tynes skrifar
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.

Utanríkisráðherra Írans gekk í gær út úr kvöldverðarboði sem haldið var við lok ráðstefnu um málefni Íraks, í Egyptalandi. Íranar segja að ástæðan hafi verið sú að rússnesk kona sem lék á fiðlu fyrir gestina hafi verið í of flegnum rauðum kjól. Bandarískir embættismenn halda því fram að rauði kjóllinn hafi ekki verið ástæðan, heldur hafi  Manouchehr Mottaki fyllst skelfingu þegar hann sá að hann átti að sitja andspænis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Þess hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu að Mottaki og Rice myndu tala saman meðan á ráðstefnunni stóð. Rice hafði þegar átt fund með utanríkisráðherra Sýrlands.

Mottaki mætti til kvöldverðarins en gekk út meðan gestirnir voru ennþá að fá sér sæti.

Bandaríkjamenn telja nokkuð víst að það hafi verið borðaskipanin sem olli því að hann lét sig hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×