Innlent

Hátt í 20 hús rifin við Þverholt

Hafist var handa við að rífa hátt í tuttugu hús við Þverholt í Reykjavík í morgun og er í ráði að reisa fjölmenna stúdentagarða á rústum þeirra. Ráðgert er að verkið taki tvo til þrjá mánuði og má segja að öll hús við Þverholtið, allt frá gamla DV húsinu og að Háteigsvegi, verði bortin niður.

Það voru vaskir menn SR verktaka, sem mættu á svæðið í morgun með tól á tæki. Þeir voru nýbúnir að rífa niður Faxaskálann við Reykjavíkurhöfn og þar áður Hampiðjuhúsið, Hraðfrystistöðina og húsin á Noðrurbakkanum við Hafnarfjaðrarhöfn.

Meðal húsa sem rifin verða í Þverholtinu má nefna sögufrægt hús smjörklíkisgerðarinnar sem síðan hýsti Sól hf. og hús við DV húsið, sem lengi hýsti eina stærstu prentsmiðju borgarinnar.

Fyrirtækið Þórtak hefur allar lóðirnar til umráða og verða byggðir stúdentagarðar með fjölda íbúða við götuna. Endanlegur fjöldi liggur ekki fyrir en ljóst er að íbúum á svæðinu mun fjölga til muna og umsvif öll aukast, því lítil sem engin starfssemi var orðin í mörgum húsanna, sem nú munu hverfa.

Allt timbur úr húsunum verður kurlað, steypuklumpar molaðir niður og járnið sent í Hringrás en steypumulningurinn fer svo í uppfyllingu undir nýja byggð vestur á Granda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×