Innlent

Kári Stefánsson í hópi 100 mestu áhrifamanna Time

Óli Tynes skrifar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á lista yfir 100 áhrifamestu menn heimsins í lista bandaríska vikuritsins Time, sem birtur er í dag. Áhrifafólkinu er skipt í hópa yfir til dæmis listamenn, leiðtoga, hetjur og frumkvöðla og vísindamenn og hugsuði. Kári tilheyrir síðastnefnda hópnum.

Meðal annarra í þeim hópi eru Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Nóbelsverðlaunahafinn John Mather, stjarneðlisfræðingur, Elisabeth Blackburn, líffræðingur, Richard Dawkins, þróunarlíffræðingur og Paul Allen, annar stofnandi Microsoft.

Í hópi hinna 100 áhrifamestu eru 26 konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×