Byrjað á öfugum enda í velferðarmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 25. júní 2007 06:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt huggulega sagt um velferðarmál og ekki verður dregið í efa að nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, vill vel í þeim efnum. Tillaga hennar um aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er full af háleitum markmiðum um úrbætur og þarfar aðgerðir á því sviði. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, eins og stjórnarandstaðan vakti rækilega athygli á og leiddi til þess að hún studdi málið með fyrirvara, að allt er í óvissu um afl þeirra hluta sem gera skal, þ.e.a.s. peninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sendi fram á völlinn Einar Odd Kristjánsson alþingismann til að minna Samfylkinguna á að tékkheftið er uppi í fjármálaráðuneyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig gengur að uppfylla fyrirheitin. Ábyrgð tillögumanna, og þá ekki síst félagsmálaráðherra, er þar með orðin fólgin í því að með fyrirheitum stjórnarsáttmálans og nefndrar tillögu eru vaktar miklar vonir og væntingar rísa hátt sem erfitt getur reynst að standa við. Sérkennileg ráðstöfunHitt er öllu lakara að eina málið sem ríkisstjórnin kaus að afgreiða á velferðarmálasviðinu og strax kemur til framkvæmda var frumvarpið um að hætta að líta til atvinnutekna fólks sem komið er yfir sjötugt og nýtur greiðslna úr almannatryggingum. Það undarlega er, að þarna var á ferðinni hrátt kosningaloforð aðeins annars stjórnarflokksins, landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins og ekkert annað. Vissulega eru ýmis gild rök fyrir því að auðvelda að starfskraftar, reynsla og hæfileikar þess hluta aldraðra sem áfram getur og vill vera á vinnumarkaði þó komið sé yfir sjötugt nýtist, þeim og samfélaginu til góðs. En leiðin sem valin er orkar mjög tvímælis, sérstaklega úr því að ekkert er horft til þess að auðvelda þeim sem eru á bilinu 67-70 ára að vinna áfram og enn frekar þegar litið er til þess að ekkert var gert fyrir öryrkja. Þetta útskýrir ríkisstjórnin þannig að um sé að ræða fyrsta skref og hitt komi síðar. Enn sitja öryrkjar á hakanumÞar með er þá orðið ljóst, að forgangsröð ríkisstjórnarinnar er þessi. Forgangsverkefnið á sviði velferðarmála var að hrinda í framkvæmd þessu eina kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins sem snéri að öldruðum. Með fullri virðingu fyrir þeim hópi sem kominn er á þennan aldur og hefur áfram til að bera starfsorku og vilja auk þess að vera í aðstöðu til að stunda vinnu, þá verður með engu móti sagt, að þar sé á ferð hópurinn sem stendur höllustum fæti. Þvert á móti. Þetta er sá hluti aldraðra sem í raun er að breyttu breytanda best settur, þ.e.a.s. fólk sem enn nýtur góðrar heilsu og er í aðstöðu til að vinna. Reyndar viðurkenndi einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði, Ásta Möller þingmaður, þetta í umræðum á Alþingi á síðasta starfsdegi þess, að vissulega væru aðrir hópar lakar settir. Það yrði samt að bíða a.m.k. til haustsins að taka á þeirra málum. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast. Áfram liggja öryrkjar, aldraðir á milli 67 ára og sjötugs, og þó sérstaklega þeir sem sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum eiga þess alls ekki kost að bæta stöðu sína með vinnutekjum, óbættir hjá garði. Sú leið sem stjórnarandstaðan lagði til hefur augljósa kosti fram yfir aðferð ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. að hækka frítekjumark fyrir alla upp í 80.000 kr. launatekjur á mánuðir áður en til skerðinga kemur. Svipuð hækkun frítekjumarks var veigamikill þáttur í velferðarmálapakka fyrri stjórnarandstöðu með Samfylkinguna innanborðs sl. haust, auk aðgerða sem komu hinum lakast settu sérstaklega til góða. Nú eru aðrir tímar og kátastur allra með stjórnarstefnuna er yfirtalsmaður ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum, Pétur Blöndal. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Þarna birtist skýr forgangsröðun og það undarlega er, að Samfylkingin lætur sér þetta lynda. Að byrjað sé á öfugum enda, ef svo má að orði komast.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun