Verða kosningaloforðin efnd? 25. júní 2007 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar kepptust stjórnmálaflokkarnir við að lofa eldri borgurum margs konar kjarabótum og bættri hjúkrunaraðstöðu.Sumir segja, að stjórnmálamenn efni aldrei kosningaloforðin. Þau séu flest svikin.Ekki vill maður trúa því. Það verður að ætla, að flestir stjórnmálamenn vilji efna þau loforð, sem þeir gefa. Enda þótt stutt sé liðið fá síðustu þingkosningum er full ástæða til þess að fara yfir nokkur kosningaloforð og athuga hvaða líkur eru á því, að þau verði efnd. Hér verður fjallað um málefni eldri borgara og litið á helstu kosningaloforð Samfylkingarinnar við eldri borgara. Ástæðan fyrir því að ég fjalla sérstaklega um loforð Samfylkingarinnar er sú, að ég studdi Samfylkinguna í kosningunum en áður var ég mikið að h ugsa um að styðja sjálfstætt framboð eldri borgara.Ég féll frá því vegna þess,að Samfylkingin setti fram róttæka stefnu í þágu eldri borgara og gaf mörg góð loforð um bætt kjör aldraðra. Ég átti ef til vill nokkurn þátt í því að ekki varð úr framboði eldri borgara. Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust Hver voru helstu loforð Samfylkingarinnar við aldraða? Þau voru þessi: 1 ) Lífeyrir aldraðra verði hækkaður svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Þetta verði gert í áföngum. ( Lífeyrir aldraðra hefur ekki fylgt launavísitölu.Samfylkingin ætlar að leitrétta þetta misrétti.) 2) Skattar á tekjur úr lífeyrissjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark verði hækkað í 100 þúsund á mánuði og nái bæði til atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. (Tryggingabætur skerðist ekki vegna þessara tekna) .4) Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega.5 ) Byggð verði 400 hjúkrunarrými á næstu 18 mánuðum og biðlistum eytt. 6) Allt fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra renni til uppbyggingar á þágu aldraðra 7) Stofnað verði embætti umboðsmanna aldraðra.8) Skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við launabreytingar. ( Ættu að vera 140 þúsund á mánuði nú ef þau hefðu fylgt launabreytingum.) Ekkert framkvæmt enn Ekkert hefur enn verið framkvæmt af þessum kosningaloforðum enda stutt liðið frá síðustu kosningum. Það sem er þó verra er það, að mjög lítið er að finna af þessum atriðum í stjórnarsáttmálanum.Góðar almennar yfirlýsingar er þó þar að finna. Þar stendur að styrkja eigi stöðu aldaðra, draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu, bæta eigi hag lágtekju- og millitekjufólks, koma á auknum jöfnuði og bæta kjör þeirra,sem höllum fæti standa..Ennfremur segir þar að hraða verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum.Síðasta atriðið kemst nokkuð nálægt stefnuatriði Samfylkingarinnar um hjúkrunarrými. Mér er það ljóst, að í samsteypustjórnum verða flokkar að slá af ítrustu stefnumálum sínum og fá ekki allt sitt fram. En með því að báðir flokkarnir,Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, börðust fyrir bættum hag aldraðra fyrir kosningar ættu þeir að geta orðið sammála um verulegar kjarabætur fyrir eldri borgara strax á haustþingi.Þau mál þola enga bið.Sú litla og gallaða tillaga, sem sumarþingið afgreiddi í þágu aldraðra hrekkur skammt. Samkvæmt henni skerða atvinnutekjur 70 ára og eldri ekki tryggingabætur en tekjur 67-70 ára valda áfram skerðingu tryggingabóta.Slík mismunun ellilífeyrisþega gengur ekki og er öruggleg brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.Þetta verður að leiðrétta strax í haust. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar