Innlent

Persónuvernd aðhefst ekki

Sigrún Jóhannesdóttir.
Sigrún Jóhannesdóttir.

Persónuvernd hefst ekki að í kjölfar bréfs sem lögmaður barna Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sent henni. Lúðvík Gizurarson og börn Hermanns hafa átt í langvinnum málaferlum vegna faðernismáls.

Í bréfi lögmannsins segir að málið hafi, þrátt fyrir áhvílandi þagnarskyldu, fengið töluverða umræðu í fjölmiðlum.

„Umbjóðendur mínir hafa …velt því fyrir sér hvort nauðsynlegt geti verið með tilliti til sjónarmiða um persónuvernd og vernd einkalífs, að endurskoða þær reglur sem um meðferð slíkra lífsýna gilda," segir meðal annars í bréfi lögmannsins. „Núgildandi lög um lífsýnasöfn ...virðast ekki gera ráð fyrir tilvikum sem þessu eða málsmeðferð. Þá telja umbjóðendur mínir einnig að lögin kunni að stangast á við ákvæði barnalaga … að þessu leyti. Hafa umbjóðendur mínir óskað eftir því að undirritaður kæmi á framfæri við Persónuvernd ábendingu um meðferð þessa máls og þá réttar­-óvissu sem hér virðist ríkja til þess að stofnunin meti með sjálfstæðum hætti hvort nauðsynlegt geti verið með tilliti til sjónarmiða um persónuvernd og vernd einkalífs að aðhafast sérstaklega vegna málsins og endurskoða jafnframt gildandi réttarreglur eða setja nánari reglur um tilvik af þessum toga."

 

Lúðvík Gizurarson hefur átt í langvinnu faðernismáli. Dómsniðurstöður hafa heimilað að fram fari erfðafræðileg rannsókn á hvort Hermann Jónasson sé faðir hans. Fréttablaðið / samsett mynd

Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki hafi verið fjallað um þetta mál hjá Persónuvernd.

„Þetta tiltekna mál hefur verið afgreitt hjá dómstólum," segir hún. „Stjórnvald væri farið að oftúlka vald sitt ef það teldi sig geta breytt fram rás mála. Við fjöllum ekki efnislega um mál sem hefur fengið svo rækilega umfjöllun, sem raun ber vitni, á vegum dómstóla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×