Bíó og sjónvarp

Metfjöldi stuttmynda á Stuttmyndadögum í Reykjavík

MYND/Einar Örn

Fimmtíu og tvær stuttmyndir bárust í stuttmyndasamkeppnina Stuttmyndadagar í Reykjavík að þessu sinni en það er metfjöldi. Þetta er í ellefta skiptið sem hátíðin er haldin en hún fer fram að þessu sinni í Tjarnarbíói 23. og 24. maí.

Hátíðin er keppni um bestu stuttmyndina og verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar. Reykjavíkurborg, Kvikmyndamiðstöðin, Menntamálaráðuneytið og Sjónvarpið eru helstu bakhjarlar hátíðarinnar eftir því sem segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.