Erlent

Danskur hermaður féll - fimm særðust

Óli Tynes skrifar
Danskir hermenn í Írak.
Danskir hermenn í Írak.

Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka.

Liðsaukinn kom fljótlega á vettvang og létu árásarmennirnir sig þá hverfa. Ekki er ljóst hvort Danirnir felldu einhvern þeirra. Særðu hermennirnir voru fluttir með þyrlu á breskt sjúkrahús. Ekki hefur verið upplýst hversu alvarlega þeir eru særðir.

Alls hafa nú 11 Danir látið lífið í hernaðarátökunum í Írak og Afghanistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×