Innlent

Sautján ára sviptur á 171 km

Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson
Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja.

 

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir á nagladekkjum. Þeir eiga allir sektyfir höfði sér enda er langt liðið á vor og með öllu óheimilt að nota nagladekk á þessum tíma árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×