Erlent

Þrjú þúsund kengúrum verður lógað

Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. Þá hafa bílslys sem kengúrur eiga sök á færst mjög í vöxt. Tilraunir til að draga úr fæðingartíðni þeirra, meðal annars með því að gefa kvendýrum sérhannaða getnaðarvarnapillu, hafa ekki borið árangur og því telja borgaryfirvöld óhjákvæmilegt að grisja kengúrustofninn með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×