Innlent

Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma.

Dansarar úr San Francisco ballettnum voru viðstaddir athöfnina auk fjölskyldu Helga og ýmissa forystumanna úr íslensku menningarlífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×