Erlent

Ný ályktun gegn Íran samþykkt í kvöld

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í kvöld atkvæði um nýja ályktun gegn Írönum. Í gærkvöldi var gengið frá texta ályktunarinnar sem felur í sér frekari refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Fulltrúi Breta í ráðinu greindi frá þessu og sagðist þess fullviss að ályktunin yrði samþykkt einróma.

Ályktunin fæli í sér bann við vopnaútflutningi frá Íran og að eignir þeirra sem kæmu að kjarnorku- og eldflaugaáætlun Írana yrðu frystar. Ahmadínadjad, Íransforseti, verður ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í kvöld, líkt og hann óskaði eftir. Íranar segja það vegna þess að Bandaríkjamenn hafi tafið afgreiðslu á vegabréfsáritun fyrir hann. Bandarísk stjórnvöld neita því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×