Innlent

40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk

Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þetta þýði að fjörutíu prósent kjósenda séu skráð í stjórnmálaflokka. Það þyki hátt í öðrum lýðræðisríkjum ef hlutfallið nær tuttugu prósentum, yfirleitt séu þó langt innan við tíu prósent kjósenda skráðir í flokka. Karlar eru meirihluti flokksmanna í öllum flokkum en samkvæmt uppgefnum upplýsingum er Sjálfstæðisflokkurinn með jafnasta hlutfallið, eða 51 prósent karla og 49 prósent konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×