Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Andri Ólafsson skrifar 4. október 2007 13:28 MYND/Vilhelm Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira