Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum.
Tilnefning FIshers, sem starfað hefur hjá Royal Bank of Scotland í sjö ár, á eftir að leggja fyrir hluthafafund ABN Amro. Það verður gert á næstu mánuðum, að sögn breska ríkisútvaprsins.