Viðskipti erlent

Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum

Fjárfestar þykja bjartsýnir í Bandaríkjunum eftir að hagvísar voru birtir vestanhafs í dag.
Fjárfestar þykja bjartsýnir í Bandaríkjunum eftir að hagvísar voru birtir vestanhafs í dag. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,44 prósent og stóð í 14.141,12 stigum skömmu eftir opnun viðskipta. Þá hækkaði S&P vísitalan um 0,31 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,48 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×