Erlent

Kviðdómur sér myndir af dauða Díönu

Kviðdómendur í Pont de l´Alma göngunum í París.
Kviðdómendur í Pont de l´Alma göngunum í París. MYND/AP
Ljósmyndir paparazzi ljósmyndara af Díönu prinsessu deyjandi í bílflaki voru lagðar fyrir kviðdóm réttarransóknarinnar yfir láti hennar í dag. Myndirnar voru að hluta ruglaðar en hár prinsessunnar og hliðarsvipur sáust. Justice Scott Baker dómari og dánardómstjóri fyrirskipaði að myndirnar yrðu ekki birtar almenningi. Myndirnar innan úr Pont de l´Alma göngunum sýna meðal annars lækni hlúa að Díönu. Ein myndanna sýnir Díönu þar sem hún virðist liggja á gólfinu við aftursætið með annan fótinn upp. Og önnur mynd sýndi ljósmyndara munda myndavélina við opna hurð Mercedes bifreiðarinnar augnabliki eftir slysið. Kviðdómi voru einnig sýndar myndir lögreglu af 17 paparazzi ljósmyndurum sem teknar voru í tengslum við rannsókn slyssins árið 1997.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×