Slæmur fjórðungur hjá Investor AB 11. október 2007 17:12 Stjórnarmenn í Scania, sem fjárfestingasjóður Wallenberger-fjölskyldunnar á hlut í. Mynd/AFP Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Borje Ekholm, forstjóri Investor AB, segir skellinn áhrif af óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi lokað dyrum margra fjármálafyrirtækja að fjármagni. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir að áhrifa lausafjárkrísunnar muni gæta í nokkurn tíma, ekki síst í bókum fjármálafyrirtækja, þá séu stoðir þeirra sterkar. Stærstu eignir Investor AB liggja víða í sænskum stórfyrirtækjaskógi, svo sem í lyfjarisanum AstraZenece, Electrolux, Scania, Saab og Ericson auk rúmlega 10 prósenta hlutar í samnorrænu kauphallarsamstæðunni OMX og er auk þess stærsti hluthafinn í Skandinaviska Enskilda Banken (SEB). Heildareignir nema 174,6 milljörðum sænskra króna, jafnvirði tæpra 1.640 milljarða íslenskra króna. Erlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Borje Ekholm, forstjóri Investor AB, segir skellinn áhrif af óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi lokað dyrum margra fjármálafyrirtækja að fjármagni. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir að áhrifa lausafjárkrísunnar muni gæta í nokkurn tíma, ekki síst í bókum fjármálafyrirtækja, þá séu stoðir þeirra sterkar. Stærstu eignir Investor AB liggja víða í sænskum stórfyrirtækjaskógi, svo sem í lyfjarisanum AstraZenece, Electrolux, Scania, Saab og Ericson auk rúmlega 10 prósenta hlutar í samnorrænu kauphallarsamstæðunni OMX og er auk þess stærsti hluthafinn í Skandinaviska Enskilda Banken (SEB). Heildareignir nema 174,6 milljörðum sænskra króna, jafnvirði tæpra 1.640 milljarða íslenskra króna.
Erlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira