Innlent

Heimaunnar afurðir "Beint frá býli"

MYND/Getty Images

Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur í samvinnu við bændur og aðra hagsmunaaðila unnið að því að gera vinnslu og sölu á heimaunnum afurðum að raunhæfum kosti fyrir bændur og neytendur.

Verkefnið gengur undir nafninu "Beint frá býli" og verður heimasíða þess www.beintfrabyli.is opnuð á kynningarfundi á Akureyri á morgun. Þar verður Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra einnig afhent handbók verkefnisins.

Fundurinn verður á veitingastaðnum Friðriki V að Strandgötu 7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×