Innlent

Bjart framundan

Óli Tynes skrifar
....allt með kossi vekur.
....allt með kossi vekur.

Vetrarsólstöður verða stundvíslega kl. 06:08 í fyrramálið. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti. Þegar hún fer aftur af stað, blessunin, hækkar hún smámsaman á lofti og daginn lengir.

Í almannaksskýringum Þorsteins Sæmundssonar, stjörnufræðings, segir um sólstöður; "

sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember.

Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu.

Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti. Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×