Erlent

Slökkviliðsmenn og lögregla slógust

Á skiltinu stendur "Við erum ekki mörgæsir" og á það við svarta búninga þeirra og hvíta hjálma.
Á skiltinu stendur "Við erum ekki mörgæsir" og á það við svarta búninga þeirra og hvíta hjálma. MYND/AP

Sex slösuðust í mótmælagöngu tvö þúsund slökkviliðsmanna sem leystist upp í átök við lögreglu í Belgíu í dag. Átökin brutust út þegar þrjú hundruð lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að slökkviliðsmönnunum tækist að brjótast inn á öryggissvæði við belgíska þingið.

Slökkviliðsmennirnir mótmæla vinnuaðstæðum, fara fram á að fara fyrr á eftirlaun og fá betri bætur ef þeir slasast. Þá vilja þeir viðurkenningu á því að störf þeirra séu áhættustörf.

Báðir hópar notuðu hjálma og sprautuðu vatni og froðu hvorir á aðra og var ástandið ansi skrautlegt, að því er fréttastofa Reuters segir frá. Þrír slökkviliðsmannanna voru fluttir á sjúkrahús, einn eftir að hafa dottið af vatnsbyssu og rifbeinsbrotnað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×