Erlent

Prodi fær stuðning þingsins

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP

Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt.

Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, bað hann þá um að sitja áfram og reyna að halda saman stjórn sinni eða mynda nýja. Atkvæði verða greidd um stuðningsyfirlýsinguna í neðri deild ítalska þingins á föstudaginn en þar hefur Prodi stærri meirihluta og því er búist við því að hún verði afgreidd án vandkvæða. Engu að síður sýna skoðanakannannir að aðeins 40% Ítala vilja hafa Prodi áfram við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×