Erlent

Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun

Áhrif mengunnar í sjónum á ísbirni verður meðal þess sem athugað verður.
Áhrif mengunnar í sjónum á ísbirni verður meðal þess sem athugað verður. MYND/AP

Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins.

Allt verður það gert til þess að fagna Pólárinu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Það hefst á morgun en tilgangur þess er að helga árið rannsóknum á heimskautasvæðunum. Einnig er vonast til þess að hægt verði að beina sviðsljósinu að þeim áhrifum sem að loftslagsbreytingar eiga eftir að hafa á þær dýrategundir sem lifa á þessum svæðum. Hitastig á Suður-Heimsskautinu hækka sífellt og segja rannsóknarmenn að yfirborð sjávar gæti hækkað um 18 til 59 sentimetra á næstu 100 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×