Gott ár hjá eBay 31. janúar 2007 00:01 Hagnaður Ebay jókst um 24 prósent í fyrra frá síðasta ári. Ebay rekur netsímaþjónustuna Skype en notendum hennar fjölgaði um 129 prósent á milli ára. Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helsta ástæðan fyrir aukningunni sé góður árangur í kjarnastarfsemi fyrirtækisins yfir hátíðirnar. Talsverð aukning varð á flestum þáttum eBay, að sögn Megs Whitman, forstjóra fyrirtækisins. Mest varð aukningin hjá Skype á árinu en notendur netsímaþjónustunnar voru 171 milljón talsins í fyrra sem er 129 prósenta fjölgun á milli ára. Þrátt fyrir þetta kom fram á símafundi með fjárfestum eftir að uppgjörið var kynnt í síðustu viku að tekjuaukningin hjá Skype-hluta eBay væri ekki eins mikil og vonir stóðu til. Niðurstaðan er engu að síður langt umfram væntingar greinenda, sem reiknuðu með að viðskiptavinum Skype myndi einungis fjölga um fjórtán prósent á milli ára. Hefðu þær spár gengið eftir væru notendurnir 81,8 milljónir talsins. Héðan og þaðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helsta ástæðan fyrir aukningunni sé góður árangur í kjarnastarfsemi fyrirtækisins yfir hátíðirnar. Talsverð aukning varð á flestum þáttum eBay, að sögn Megs Whitman, forstjóra fyrirtækisins. Mest varð aukningin hjá Skype á árinu en notendur netsímaþjónustunnar voru 171 milljón talsins í fyrra sem er 129 prósenta fjölgun á milli ára. Þrátt fyrir þetta kom fram á símafundi með fjárfestum eftir að uppgjörið var kynnt í síðustu viku að tekjuaukningin hjá Skype-hluta eBay væri ekki eins mikil og vonir stóðu til. Niðurstaðan er engu að síður langt umfram væntingar greinenda, sem reiknuðu með að viðskiptavinum Skype myndi einungis fjölga um fjórtán prósent á milli ára. Hefðu þær spár gengið eftir væru notendurnir 81,8 milljónir talsins.
Héðan og þaðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira