Viðskipti erlent

Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum

Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent.

Vöruverð hækkaði að meðaltali um 2,3 prósent á síðasta ári innan OECD-ríkjanna. Raforkuverð hækkaði hins vegar um heil 9,3 prósent á milli ára á tímabilinu.

Verðbólga var eftir sem áður mest í Tyrklandi, eða 9,7 prósent. Næstmesta verðbólgan var hér á landi í desember, 7,0 prósent. Minnsta verðbólgan var hins vegar í Japan, 0,3 prósent, og 0,6 prósent í Sviss en þar var næstminnsta verðbólgan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×